Umdæmismiðstöð:
74 Stenhouse St
KY4 9DD Cowdenbeath
SCOTLAND (UK)
+44 01383510549
ive.northerneurope@ive.org
Institut des Fleischgewordenen Wortes
Am Mariahilfberg 1
92318 Neumarkt i.d. Opf
Fax: 09181 4760-15
Tel: 09181 4760-0
E-Mail: info@kloster-mariahilfberg.de
Saga trúboðsumdæmis okkar hófst árið 2003 þegar fyrsta Stofnun Orðisns sem varð hold var sett á fót í Norður-Evrópu, nánar tiltekið í Litháen. Af þeirri ástæðu var umdæmi okkar frá upphafi falið vernd „Maríu meyjar, hliðs dögunarinnar“, en mynd hennar er heiðruð í borginni Vilníus í Litháen.
Árið 2004 var hún sett á fót í suðurhluta Hollands og 2005 í norðri þegar við héldum til Íslands. Árið 2009 hófst trúboð okkar í Þýskalandi í biskupsdæmi Berlínar og árið 2015 í suðri, í Bæjaralandi. Árið 2016 bættist við trúboðsstöð í Skotlandi og við breyttumst úr hópi í umdæmi. Árið 2017 héldum við til Lúxemborgar og trúboð okkar var síðan sett á stofn á Írlandi árið 2019.
Vegna þess hve menningin og tungumálin eru margbreytileg á umdæmi okkar, er sameiginlegt starf okkar takmarkað við æskulýðsdagana (sem hafa verið haldnir árlega síðan 2014), nokkrar pílagrímsferðir og aðrar samkomur með ungu fólki og fjölskyldum. Öðru boðunarstarfi í umdæminu er lýst í kynningu hvers trúboðs, þar sem einnig er að finna myndasafn og nauðsynlegar upplýsingar til að komast í samband við eða heimsækja trúboðana.